Iceland Airwaves hátíðin snýr aftur miðvikudaginn 6. nóvember til laugardags 9. nóvember. Fram koma yfir 130 atriði frá 20 löndum. Iceland Airwaves er einn stofnmeðlima Keychange verkefnisins og hefur náð jöfnum kynjahlutföllum annað árið í röð.
Eftir 5 ára hlé snýr hljómsveitin Hjaltalín aftur á Airwaves, house tónlistarbandið Booka Shade kemur einnig fram. Sum lönd senda sinn fyrsta fulltrúa á Airwaves í ár þar á meðal Indónesía (indie dúóið Stars and Rabbit), og Palestína (Bushar Murad sem hefur gefið út lag með Hatara). Þau koma fram ásamt John Grant, Cautious Clay, Orville Peck, og fleiri atriðum sem þegar hafa verið tilkynnt.
Þessi nýju atriði hafa ávkeðinn fókus á DIY og sterka kvenorku, þar á meðal er LA aktivístinn Madame Gandhi, ástralski DJ, pródusentinn og stofnandi NLV Records Nina Las Vegas, norski pródúsentinn Otha og nýja poppverkefni Rebecca Taylor (fyrrverandi meðlimur Slow Club) Self Esteem.
Atriðin sem tilkynnt eru í dag slást í hópinn með böndum á borð við Of Monsters and Men, Mac DeMarco, Whitney, Shame, Vök, Hatari, Mammút, Orville Peck og John Grant; yfir 130 bönd koma fram á hátíðinni í ár.
Iceland Airwaves er einn stofnmeðlima Keychange verkefnisins, en verkefnið er hannað til að auka sýnileika kventónlistarmanna í Evrópu og hófst árið 2017. Einn hluti verkefnisins er að tónlistarhátíðir sem taka þátt heita því að ná jöfnu kynjalhutfalli fyrir árið 2022, en Iceland Airwaves var fyrst hátíða til að ná takmarkinu í fyrra. Nú höfum við náð takmarkinu á ný fyrir 2019. Síðan verkefnið hófst hafa yfir 250 stofnanir, fyrirtæki og tónlistarhátíðir bæst í hópinn og heitið því að jafna kynjahlutföll. Keychange fékk nýlega 1.4 milljóna evra aukfjármagn frá Evrópusambandinu.
„Við stóðum frammi fyrir algjöru lúxusvandamáli í ár eins og önnur ár, þar sem mjög breiður hópur fólks sækist eftir því að spila á hátíðinni” segir Anna Ásthildur Thorsteinsson (Markaðsstjóri, Iceland Airwaves og meðlimur í Keychange). “Það sem skiptir okkur öllu máli eru góðir listamenn og frábær sviðsframkoma. Það er mikið framboð af hæfileikaríku fólki bæði hér á Íslandi og erlendis að ná jöfnum kynjahlutföllum var auðvelt mál.”
„Anna, Will and their team are a brilliant Keychange success story as they prove that when you approach programming with an awareness of equality, it is possible to achieve parity,“ útskýrir Joe Frankland, Framkvæmdastjóri PRS Foundation. „It is particularly encouraging to see progressive international collaboration including International Showcase Fund supported Siobhan Wilson and ReBalance grantees Æ Mak performing alongside Icelandic talent including Keychange participant Hildur. Iceland Airwaves is hugely successful festival that has an important focus on quality and opportunity, and we look forward to continuing to work with them on Phase Two of Keychange.”
Margar frábærar konur taka einnig þátt í Airwaves Pro ráðstefnunni sem er haldin samhliða hátíðinni 7. – 8. nóvember. Alison Donald (Kobalt / AWAL), Nelly Ben Hayoun Ph.D (University of the Underground) and tónsmiðurinn Tina Tallon tala ásamt Stephen O’Reilly (ie:music / ie:ventures) sem eru fyrstu fyrirlesararnir sem tilkynntir eru.
HEILDARLISTI YFIR ATRIÐIN SEM KOMA FRAM Á ICELAND AIRWAVES 2019:
Erlend atriði
:PAPERCUTZ (PT) / Æ Mak (IE) / Akkan (ES) / Alexandra Stréliski (CA) / Alyona Alyona (UA) / Amanda Tenfjord (NO) / Anna of the North (NO) / Ayelle (UK) / Baseball Gregg (IT) / Bashar Murad (PS) / Bessie Turner (UK) / Blanco White (UK) / Booka Shade (DE) / Boy Azooga (UK) / Brett Newski (US) / Broen (NO) / Cautious Clay (US) / Detalji (FI) / Free Love (UK) / Georgia (UK) / girl in red (NO) / Glass Museum (BE) / Hachiku (AU) / Helge (NL) / Ivan Dorn (UA) / Jesse Markin (FI) / Joe & The Shitboys (FO) / John Grant (US) / Just Mustard (IE) / Loah (IE) / Lydmor (DK) / Mac DeMarco (CA) / Madame Gandhi (US) / MÖRK (HU) / Murkage Dave (UK) / Niklas Paschburg (DE) / Nina Las Vegas (AU) / Orville Peck (CA) / Otha (NO) / Pattesutter (SE) / Pavvla (ES) / Penelope Isles (UK) / Pillow Queens (IE) / Pink Milk (SE) / Pip Blom (NL) / Pottery (CA) / ROE (IE) / Self Esteem (UK) / Shame (UK) / Siobhan Wilson (UK) / sir Was (SE) / Siv Jakobsen (NO) / Snapped Ankles (UK) / Sons (BE) / Stars & Rabbit (ID) / Sturle / Dagsland (DK) / The Garrys (CA) / The Holy (FI) / The Howl & The Hum (UK) / Tiny Ruins (NZ) / Velvet Negroni (US) / W.H. Lung (UK) / Warmduscher (UK) / Whitney (US)
Íslensk atriði
Agent Fresco / Aron Can / Ásta / Ateria / Auðn / Auður / Axel Flóvent / aYia / Bagdad Brothers / Berndsen / Between Mountains / Biggi Veira (Gus Gus DJ Set) / Blóðmör / Bríet / Ceasetone / Cell7 / Daði Freyr / EinarIndra / Elín Sif / Frid / Gabriel Ólafs / GDRN / GKR / Grísalappalísa / Hatari / Hausar / Hildur / Hjaltalín / Hrím / Hugar / IamHelgi / JFDR / Jóipé X / Króli / Kælan Mikla / Konfekt / Krabba Mane / Krassasig / KUL / Mammút / Matthildur / Mighty Bear / Morpholith / Moses Hightower / Of Monsters and Men / Ólöf Arnalds / Pétur Ben / Ragnar Zolberg / Rokky / Seabear / SIGGY / Sólstafir / Sunna Fridjons / Sunna Margrét / Svavar Knútur / Sycamore Tree / Sykur / Teitur Magnússon / Tómas Welding / Una Schram / Una Stef & The SP 74 / Une Misère / Valborg Ólafs / Vök / Warmland