Tónlistarkonan Berglind Saga eða Saga B eins og hún er iðulega kölluð var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem heitir „Can´t Tell Me Nothing.” Saga B er 27 ára og kemur frá Hafnarfirði en hún byrjaði að gera tónlist í mars á þessu ári og sendi í júlí frá sér lagið „To Be Real” sem er unnið af Íslenska pródúsernum Bomarz.
„Ég hef alltaf verið músíkölsk og hef alltaf átt auðvelt með að læra texta og laglínur. Ég er með mjög breiðan tónlistarsmekk og því er erfitt fyrir mig að taka eina stefnu þegar það kemur af hvaða tónlistarstíl ég ætla að skapa hverju sinni” segir Saga B.
Lagið var unnið með próduser í Los Angeles sem heitir Kevin Anayaeji en hann hefur unnið með stórum nöfnum eins og t.d Frank Ocean, Tori Kelly, Nicki Minaj, Akon, Natasha Bedingfield og Wiz Khalifa svo fátt sé nefnt. Saga B segir að lagið sé um að vinna sig upp og að vera „out and proud swag, attitude” sem hlustandinn getur túlkað á sinn eigin hátt með tengingum sem eiga við.
„Ég er með annað lag klárt sem verður gefið út í Ágúst, það er „Electro dance” lag og er unnið með próduser úti sem heitir Malachi Mott.
Lagið er einnig komið á allar streymisveitur og má nálgast hér.
Saga B á Instagram