Þann 8. desember gaf tónlistarmaðurinn Rafnar út sína fyrstu plötu, VODA.
Platan inniheldur sex verk þar sem kappinn fær til liðs við sig fjölbreytt töfrafólk og þar má nefna Stúlknakór Húsavíkur í laginu Fæ Ör, Belgísku óperusöngkonuna Martje Vande Ginste í laginu Tlaloc, Karlakórinn Hreim í laginu Draumaslóð og Esther Talíu í laginu Warmth. Platan var að mestu hljóðrituð á Húsavík í Studio Medicine og á Akureyri í HOFI.
Samhliða útgáfunni voru gerð 100 eintök af Vínyl sem kemur í plötubúðir um næstu helgi og innihalda einnig 6 listaverk sem voru gerð fyrir hvert og eitt lag.
Umræðan