Royal Gísalson sendi fyrir skömmu frá sér lagið Prototype en nú er komið út virkilega glæsilegt myndband við lagið. Það er enginn annar en pródúserinn Bomarz sem vinnur lagið með Royal og er útkoman sturluð.
„Við ákváðum að taka beygju inn í sound sem við erum ekki búnir að vinna saman áður og er lagið einmitt hàlfgert “inner monologue” um tilveru þeirra sem upplifa sig sem frumgerð eða sérvitring af einni eða annari sort.”
Pétur Eggerz á heiðurinn af myndbandinu en hann og Royal eru góðir vinir og hafa unnið talsvert mikið saman. Ekki hika við að skella á play, þú sérð ekki eftir því!