ALBUMM
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Music

Úlfur Eldjárn með nýtt lag og gagnvirka tónlistarupplifun fyrir miðbæ Reykjavíkur

Ritstjórn Albúmm.is Eftir Ritstjórn Albúmm.is
1. January, 1970
í Music
0 0
0
Úlfur Eldjárn með nýtt lag og gagnvirka tónlistarupplifun fyrir miðbæ Reykjavíkur
Deila á FacebookDeila á Twitter
Lagið „Horfin borg“ er fyrsta lagið af fyrirhugaðri hljómplötu með tónlist úr verkefninu „Reykjavík GPS.“ Reykjavík GPS er gagnvirk tónlistarupplifun fyrir miðbæ Reykjavíkur, þar sem tónlistin hefur verið tengd við ákveðnar gps-staðsetningar í miðbænum.
„Þú notar snjallsíma til að hlusta og með því að rölta um ákveðið svæði í miðbæ Reykjavíkur heyrirðu tónlistina breytast. Tónlistina hugsaði ég sem einskonar hljóðspor (soundtrack) fyrir borgina sem hver og einn gæti upplifað á sinn hátt. Halldór Eldjárn bróðir minn sá um að forrita og útfæra verkið. Hver sem er getur nálgast það með því að fara niður í bæ, opna snjallsímann og slá inn slóðina rvkgps.com.“
Úlfur og Halldór útskýra verkefnið betur í þessu skemmtilega myndskeiði sem var unnið af Tónlistarborginni Reykjavík fyrir tónleikastreymi Iceland Airwaves á dögunum.
Úlfur Eldjárn hefur komið víða við í tónlist sinni. Auk þess að vera meðlimur í Orgelkvartettinum Apparat (Apparat Organ Quartet), hefur hann gefið út sólóverkefni á borð við „The Aristókrasía Project“ og samið tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti, leiksýningar, tölvuleiki og auglýsingar, m.a. vann hann með Jóhanni Jóhannssyni að síðasta kvikmyndatónlistarverkefni hans, Mandy með Nicholas Cage í aðalhlutverki. Úlfur tók nýlega þátt í kvikmyndatónlistarbúðum á vegum Nordic LA, en hann og Eðvarð Egilsson voru fulltrúar Íslands. „Það var algjörlega frábært tækifæri að fá smá innsýn inn í hvernig hlutirnir virka í Hollywood, sem er auðvitað miklu minni heimur en maður heldur. Þarna voru miklir reynsluboltar sem gátu gefið okkur góð ráð t.d. Jeff beal sem gerði m.a. tónlistina fyrir House of Cards, kvikmyndatónskáldið Mark Isham og Mary Ramos sem hefur unnið náið með Quentin Tarrantino við tónlistarval fyrir allar hans myndir.“
Nýlega átti Úlfur lag í efsta sæti íslenska vinsældarlista Rásar 2, lagið Upphaf sem hann gerði ásamt söngvaranum Valdimar Guðmundssyni fyrir leikhsýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu. Spurning hvort nýja lagið ratar sömu leið?
„Þetta er töluvert öðruvísi, enginn söngur eða stjörnusöngvari. En ég held samt að margir muni tengja við stemninguna í þessu lagi, sérstaklega fólk sem sækir innblástur í instrumental tónlist. Ég treysti mér ekki alveg til að segja í hvaða flokk á að setja þess tónlist, fólk verður eiginlega að dæma fyrir sig. Hvort þetta er betra fyrir uppvaskið, göngutúrinn eða „þögla einbeitingu,“ segir Úlfur og kímir. „Við upptökur á tónlistinni var ég svo heppinn að fá frábært tónlistarfólk til liðs við mig: Una Sveinbjarnardóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir og Hrafnkell Orri Egilsson, léku á fiðlu, víólu og selló, Stefán Jón Bernharðsson á horn og Magnús Trygvason Eliassen á trommusett og slagverk. Sjálfur spilaði ég á píanó, selestu, orgel, bassa og allskonar drasl.“
Hljóðritun fór fram víðsvegar um borgina. Kristinn Sturluson tók upp strengi og trommur í Stúdíó Sýrlandi. Magnús Árni Øder Kristinsson sá um að hljóðblanda og tónjöfnun var í höndum Glenn Schick. „Horfin borg“ er komin út á Spotify og öllum helstu miðlum. Platan er svo væntanlega 2021.

Tengdar Greinar

Angel on one shoulder and demon on the other
Music

Angel on one shoulder and demon on the other

Today, Scandinavian alternative folk artist Freyr returns with the single “Abandoned Places,” his first new music since 2021. A...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
 ‘Fuck It’ is an anthem to freedom
Music

 ‘Fuck It’ is an anthem to freedom

 ‘Fuck It’ first released in December 2019, is an anthem to freedom. The music video is an expression of...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
Their mother is the best musician in the world
Music

Their mother is the best musician in the world

Thelma Byrd recently released her album ,,2022’’ and the album is Thelma’s first solo album. The album is primarily...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
Message’s that affect your soul
Music

Message’s that affect your soul

,,Leiddu mig í ljósið'' meaning ,,Guide me to the light'' is a song just released by Baldur Einarsson. The...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
16. January, 2023
Næsta frétt
BORKO

BORKO

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist