Ginger Butterfly Art býður í fjölbreytt skemmtikvöld og stórbrotna myndlistarsýningu í kvöld fimmtudaginn 22. júní í veislusal Sjálands í Garðabæ.
Fitnessdrottingin Hrönn Sigurðardóttir hefur verið að berjast við 4 stigs krabbamein í langan tíma, verða tvö málverk seld á sérstöku uppboði þar sem allur ágóði rennur til hennar til að standa straum af gríðarlegum kostnaði við meðferð sem hún fær á spáni.
Það eru þeir Sóli Hólm, Ingó Veðurguð og DJ Steinar Fjeldsted sem halda uppi fjörinu. Húsið opnar kl. 20:00 og er frítt inn.
Umræðan