Tríó Stínu Ágústsdóttur gaf út plötuna „The Whale” föstudaginn 27. Nóvember. Platan inniheldur 6 lög og er aðgengileg á streymisveitum og í verslunum.
Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari. Bæði Anna Gréta og Mikael Máni voru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í fyrra sem lagahöfundar ársins og gáfu þar að auki út sínar fyrstu sólóplötur (Bobby og Brighter) sem fengu báðar glimrandi góða dóma.
Stína ætti að vera jazzunnendum kunn en hún gaf út plötuna Jazz á íslensku 2016 og jólagersemina Hjörtun okkar jóla með Marínu Ósk og Mikael Mána fyrir ári síðan. Tríóið tók The Whale upp í Sundlaugin stúdíó í janúar eftir að hafa hlotið hljóðritastyrk Rannís. Á plötunni eru bæði frumsamin lög og tökulög eftir Bob Dylan, Damien Rice og Joni Mitchell í nýjum útsetningum hljómsveitarmeðlima.
Tríóið er sérstakt að því leyti að hljóðfæraskipan er frekar fáséð, píanó, gítar og söngur en venjulegast er að hafa bassa með í slíku jazzteymi. Þríeykið hefur prófað sig áfram og tekist að skapa sér fallegan hljómheim sem hefur nú verið skrásettur á stuttri plötu. Útgáfan er á vegum Smekkleysu.