Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í Silfurbergi í Hörpu. Hátíðin verður sjónvörpuð í beinni útsendingu á Rúv kl 20:59.
Albumm.is og Íslensku tónlistarverðlaunin leiða saman krafta sína fjórða árið í röð og annast tilnefningar og val á tónlistarmyndbandi ársins. Í dag opinberum við sigurvegarann fyrir besta tónlistarmyndband ársins en það var gert í samstarfi við lesendur Albumm.is þar sem val almennings gildir til móts við val dómnefndar sem er skipuð af Albumm.is og stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Sá sem hlýtur verðlaunin fyrir tónlistarmyndband ársins árið 2020 er enginn annar en Frosti Jón Runólfsson fyrir myndband sitt við lagið „Sumarið sem aldrei kom” með tónlistarmanninum Jónsa (Sigur Rós.)
Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem Steinar Fjeldsted kíkti heim til Frosta og veitti honum verðlaunin og þakkarræðu frá Frosta sjálfum.
Hér fyrir neðan má sjá sigurmyndbandið:
Umræðan