Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957.
Að þessu sinni eru það fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Pale Moon. Platan heitir Lemon Street. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Arnar Thorlacius sem stökk á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann sigraði Músíktilraunir með Vio, ásamt því að vera valinn besti söngvari keppninnar. Villt fræ er nýtt lag úr Myrkva Smiðjunni sem kafar í rætur tónlistarmannsins, en hann ólst upp við að hlusta á söngvaskáld og spila á klassískan gítar.
Hægt er að hlusta á tónlistarmínútur HÉR. Ekki missa af Steinari Fjeldsted næsta fimmtudag í hádeginu á FM 957.
Umræðan