Tónlistarmaðurinn Helgi Ás Helgason eða H.Ace eins og hann kallar sig var að gefa út sína fyrstu plötu, Grande petit. Pælingin var að gera tónlist sem væri eins og í tölvuleik, og þá sérstaklega fyrir eldri leikjatölvur eins og SNES.
„Lögin eru öll instrumental með synthum og má jafnvel segjast vera Low-fi. Lögin eru í styttri kantinum en vonandi laggóð,“ segir Helgi sem er um þessar mundir að vinna í nýrri tónlist sem verður í öðrum búning og mun m.a. innihalda söng.
Umræðan