Prototype er nýjasta lagið sem tónlistarmennirnir Royal Gíslason og Bomarz senda frá sér en lagið er búið að vera í vinnslu í marga mánuði.
„Við ákváðum að taka beygju inn í sound sem við erum ekki búnir að vinna saman áður og er lagið einmitt hàlfgert inner monologue um tilveru þeirra sem upplifa sig sem frumgerð eða sérvitring af einni eða annari sort” segir Bomarz.
Dance/club/progressive fýlingurinn međ “signature” hljóm þeirra beggja er klárlega þađ sem gefur laginu kraftinn. Leikstjórinn Pétur Eggerz er búinn að vera að vinna í myndbandi við lagið sem kemur út á næstunni.
„Það er margt hægt að segja um árið 2020 en þetta samstarf og þessi samvinna okkar er klárlega eitt það jákvæða sem við eigum eftir inn í nýtt ár” segir Bomarz að lokum.