Tónlistarmaðurinn Svavar Elliði gefur út lagið Nýtt land sem er jafnframt fyrsta lagið á væntanlegri fyrstu sóló plötu hans.
Áður hefur Svavar gefið út lagið Afmæli sem vakti töluverða athygli. Móðir hans heitin var sú fyrsta sem heyrði lagið Nýtt land og er eftirminnilegt að hún stoppaði og sagði: þetta er rosalega flott lag.

Svavar Elliði var ungur að árum þegar Nýtt land var samið og var að mótast sem einstaklingur. Lagið hefur skírskotun sína og er svolítið undir áhrifum frá þeim tímunum þegar efnahagshrunið dundi yfir. Einnig hvernig pólitískt landslag var á þessum tíma og hræringar tímar í íslensku þjóðfélagi.
Nýtt land má líka túlka sem myndun nýs lands, þar sem hraunið flæðir yfir. Lagið er nú fáanlegt á öllum helstu streymisveitum.
Umræðan