ALBUMM
  • Tónlist
  • Menning
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Tónlist
  • Menning
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Tónlist

„Þetta er eitthvað sem ég hef án efa erft frá pabba mínum“

Ritstjórn Albúmm.is Eftir Ritstjórn Albúmm.is
20. júní, 2020
í Tónlist
0 0
0
„Þetta er eitthvað sem ég hef án efa erft frá pabba mínum“

Ljósmynd/Erna Kristín Stefánsdóttir.

Deila á FacebookDeila á Twitter

Þórunn Antonía og Aggi Friðberts voru að senda frá sér lagið Flugdreki. Lagið fjallar um að skilja eftir gamla drauga, hömlur, labba í burtu frá öllu sem er ekki gott fyrir mann, hvort sem það er samband, ofbeldi eða eitruð samskipti.

„Það eru engar takmarkanir fyrir list, listrænni tjáningu og það á aldrei neinn annar að segja manni hvað maður má gera eða ekki,“ útskýrir hún nánar um hvað lagið fjallar. „Burt með landfestar og akkeri.“

Þórunn segir að lagið er mjög persónulegt en á sama tíma mjög ljóðrænt. Texti og laglínan er eftir hana sjálfa en Aggi sér um hljóðheiminn.

„Okkar samstarf spratt þannig upp að ég óskaði eftir samstarfsfólki í hljóðheimi á síðunni hljóðnördar án landamæra og fann Agga,“ útskýrir þórunn glöð þegar spurð hvernig þeirra samstarf fór af stað. „Við höfum samið ýmis lög saman síðan og erum miklir vinir.“ 

Hver er sagan á bakvið umslagið á laginu? „Ég fattaði áður en ég átti að senda Agga lagið til að senda á spotify að ég átti engar myndir til að hafa í artwork en ég hafði ýmind í huganum af konu sem lægi rétt fyrir ofan stóra málaða hraðahindrun á vegi sem stendur 30 á. Ég heyri konur svo oft tala um að það sé einhverskonar seinasti söludags stimpill á okkur í tónlistar bransanum. Þú megir ekki gera hitt eða þetta eftir ákveðin aldur og það er bara bull,“ segir hún ákveðin. „Hæfileikar og reynsla eru dýrmæt samsetning og fólk á öllum aldri er sexý. Ég meina hefurðu séð Jennifer Lopez? Svo er Iggy popp alltaf ber að ofan með jennifer Aniston hárið sitt og það er bara í himnalagi,“ útskýrir hún og hlær.

Hér má sjá umslagið á laginu Flugdreki, sem er eftir Ernu og Brantley Guiterez.

Þórunn hafði samband við eina af sínum bestu vinkonum, Ernu, sem rekur miðilinn Ernuland og er einnig áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem talar um líkamsvirðingu í öllum líkamsformum. „Ég sagði henni hvar ég vildi taka myndir og í hvernig stemmingu og við rúntuðum í Hveragerði og tókum myndir,“ segir hún og bætir við að myndirnar voru svo sendar til Brantley Guiterez sem er vinur hennar til margra ára og samstarfsfélagi í tónlist. 

„Við gáfum út nokkur lög í fyrra en hann er þekktastur fyrir ljósmyndir sínar og tekur mikið af tísku myndum fyrir stór tímarit og leikstýrir tónlistarmyndböndum fyrir t.d. Diplo og Arcade fire“

„Við gáfum út nokkur lög í fyrra en hann er þekktastur fyrir ljósmyndir sínar og tekur mikið af tísku myndum fyrir stór tímarit og leikstýrir tónlistarmyndböndum fyrir t.d. Diplo og Arcade fire. Hann tók myndirnar hennar Ernu og sá um eftir vinnsluna á þeim. Snilldar samstarf þar á ferð.“ 

Framundan eru spennandi tímar hjá Þórunni en hún er að fara í verkefni með erlendum lagahöfundum og pródúserum og að hennar sögn sem sækjast í að vinna með sér vegna hæfileika sem hún hefur til að semja grípandi laglínur. 

„Þetta er eitthvað án efa sem ég hef erft frá pabba mínum. Ég er t.d. að vinna eitt lag með Mike Hedges núna sem er mjög frægur pródúser sem hefur unnið mikið með the Cure, Dido og U2. Hann pródúseraði nokkur lög á plötunni minni Dialouge sem kom út árið 2003 hjá útgáfu risanum BMG þá var ég í dúett með Wayne Murray,“ útskýrir hún. 

Leiðir Þórunnar og Mike lágu svo aftur saman í covid en Mike hafði þá samband við Þórunni. „Það snerti hann hvað ég er dugleg að deila myndum af hráum hversdagsleika mínum sem móðir og hann vildi vinna með það í okkar tónlist. Sem er frábært,“ segir hún og brosir. 

Tengdar Greinar

Einkatónleikar og NFT – Kig & Husk safnar fyrir vínyl-útgáfu á Karolina Fund
Tónlist

Fyrsta sinn á Íslandi sem NFT viðskipti á íslenskri tónlist fer fram

Söfnun hljómsveitarinnar KIG & HUSK á Karolina Fund fyrir vínylútgáfu á fyrstu hljómplötu sveitarinnar Kill the Moon lýkur í...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
20. maí, 2022
Einstakt sánd frá ólíkum bakrunnum 
Tónlist

Einstakt sánd frá ólíkum bakrunnum 

Reykvíska experimental post-pönk hljómsveitin virgin orchestra voru að gefa út tvískiptan single. Stefanía Pálsdóttir, Starri Holm og Rún Árnadóttir...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
19. maí, 2022
Indie hetjurnar í BSÍ sprengja þakið af SIRKUS
Tónlist

Indie hetjurnar í BSÍ sprengja þakið af SIRKUS

BSÍ eru bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen (trommur & söngur) og Julius Pollux Rothlaender (bassi & tá-synthi).  Þau reyna að...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
18. maí, 2022
„Hefur legið í marineringu í níu ár“
Tónlist

„Hefur legið í marineringu í níu ár“

Hljómsveitin Tilbury var sett saman af fimm fínum tónlistarmönnum úr reykvísku tónlistarsenunni árið 2011.  Þeir duttu inn á skemmtilegan...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
17. maí, 2022
Næsta frétt
Löðrandi í erótík

Löðrandi í erótík

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Tónlist
  • Menning
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist