KARITAS var að senda frá sér glænýtt lag “Carried Away” og nú er komið glæsilegt myndband komið við lagið.
Aðspurð um hvernig lögin koma til hennar svarar Karítas “Textarnir koma oft frá því sem ég hef upplifað sjálf en ég myndi segja að helsti innblásturinn í þessu lagi er að gefa einhverjum síðasta tækifærið.”
Með marga bolta á lofti
Karítas þarf að skipuleggja sig vel því hún er ekki bara að gefa út lög sem tónlistarkona, hún er ein af eftirsótustu plötusnúðum landsins ásamt því að vera meðlimur í stórsveitinni Reykjavíkurdætur! Þegar ég spurði hvort lagið hafi þurft að bíða lengi stendur ekki á svörum “Svona já og nei, það var ekkert meðvitað ákveðið það bara gerðist einhvern veginn, aðdra
gandinn að söngvakeppninni var svo mikil keyrsla að það var varla tími fyrir neitt annað en þetta var frábær reynsla og gerði ótrúlega góða hluti fyrir hljómsveitina.”

Hvernig gengur að samræma allt þetta sem þú ert að taka að þér?
“Bara mjög vel ótrúlegt en satt, einhvernveginn næ ég að skipuleggja mig þannig að ekkert þurfi að víkja. Vinn sem plötusnúður í fullu starfi ásamt því að vera í tónlist og er mjög þakklát fyrir að geta gert það sem ég elska á svo fjölbreyttan hátt.”
Einlægur töffari
Ég kynntist Karítas þegar ég var að leita að flottum plötusnúðum fyrir veitingastaðinn Sjáland. Hún er ein af þessum einstöku, hæfileikaríku einstaklingum sem gerir tónlist af ástríðu. Þessi eiginleiki hennar gerir hana svo skemmtilega, einlæga og nær hún því að fanga athygli þeirra sem á hana hlíða. Karítas er bara hún sjálf og nær á svo yndislegan hátt að koma fram með Reykjavíkurdætrum sem algjör töffari og sýnir svo allt aðra hlið á sér í eigin tónlist.

Spennandi verkefni framundan
Aðspurð segir Karítas að hún sé með nokkur spennandi lög í vinnslu sem hún ætlar að gefa út hér og þar. “Annars er ég að taka því rólega eftir að ég gaf út plötuna í fyrra, langar núna að vinna í sínum og með öðrum artistum, svo seinna meir tek ég mér góðan tíma fyrir næstu plötu.
Hvað gerir Karítas þegar hún þarf frí frá sköpun?
“Fer í sveitina til mömmu og pabba og slaka á, reyni að fara allavega einu sinni í viku til þess að hlaða batteríin og knúsa fólkið mitt”
Lesendur Albumm.is fá svo að kynnast Dj hlið hennar í júlí en Karítas verður fyrst sem kynnt verður á hjá okkur á Albumm sem Plötusnúður mánaðarins.
Fylgstu með Karítas á Instagram og Facebook
Umræðan