Ísleifur Eldur og Logi Snær Stefánsson etja nú kappi við Íslandsmeistarana úr Víking, Kristal Mána Adam Pálsson í FIFA 21 í leikjaþættinum Galið. Þátturinn er gerður af AlbummTV og kemur út hér á Albumm.is og á Vísir.is.
Þá er komið að “semi final” og enn magnast spennan en í síðasta þætti slógu Víkingarnir út Birkir Már Sævarsson og Birgir Steinn Stefánsson. ÞEssi bráðskemmtilegi þáttur er æsispennandi enda til mikils að vinna, Playstation 5 leikjatölva frá SENU. Menn taka Fifa 21 mjög alvarlega og skýn það í gegn í þessum snilldar þætti!

Framleiðslufyrirtækið AlbummTV og vefmiðillinn Albumm.is framleiða þessa nýju leikjaþætti í samstarfi við Snorri Bros, Vísi og Stöð 2 Esport. Þættirnir voru teknir upp á veitingastaðnum Le Kock í Hafnarstræti.
Umræðan