Í fréttum vikunnar fer Ásgeir Börkur Ásgeirsson yfir það helsta í íslenskri tónlist. Fréttir vikunnar er unnið í samstarfi við SKÚBB , NEON Kringlunni og framleitt af THANK YOU . tónlist Anton Ísak Óskarsson
Í fréttum er þetta helst:
hildur og teitur
Hildur og teitur magnússon voru að senda frá sér sumarsmellinn „Mónika” lagið varð til þegar hildur, teitur og arnar guðjónsson, sem margir þekkja úr leaves og warmland lentu saman í herbergi í lagasmíðabúðum FTT. en lagið varð til á aðeins hálfum degi.
Dayflame
Dagur Logi eða Dayflame var að senda frá lagið„Talar.” en það er hans fyrsta lag. Fyrir um tveimur árum meiddist Dagur ílla í fótbolta og fór þá að leika sér að búa til tónlist. Það er greinilegt að hér er á ferðinni ungur og efnilegur tónlistarmaður og hlakkar okkur mikið til að heyra meira frá honum á næstunni!
Flavor Fox
„Pouring Rain” er fyrsta lag hljómsveitarinnar Flavor Fox. . Hljómsveitameðlimir koma úr böndum eins og t.d Zhrine, Godchilla og Ottoman. lagið er framsækið popp en
Hægt er að nálgast lagið á öllum helstu streymisveitum og á Albumm.is.
Haki
Rapparinn Haki hélt heljarinnar hlustunarpartý á blackbox á miðvikudagskvödið en hann er að senda frá sér sína fyrsu plötu. Nýlega gerði haki útgáfusamning við Alda Music og eru ansi skemmtilegir tímar framundan hjá kappanum. Albumm.is mætti í partýið á blackbox en hægt er að sjá ljósmyndir frá því á Albumm.is
Anik
Englendingurinn Anik var að senda frá sér lagið „Calmly Confident.”
Anik er þekktur úr íslensku hljómsveitinni cryptochrome en hann var ansi áberandi í Hip Hop senunni í london í byrjun þessarar aldar. Kappinn hefur komið víða við en hann var á mörgum af fyrstu lögum heimsfrægu hljómsveitarinnar Foreign Beggars. Einnig er komið út myndband sem er auðvitað hægt að sjá á Albumm.is!
Umræðan