ALBUMM
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Music

„Svakalega spennandi að gera svona plötu”

Ritstjórn Albumm.is Eftir Ritstjórn Albumm.is
27. April, 2021
í Music
0 0
0
„Svakalega spennandi að gera svona plötu”

Gunni Hilmars og Ágústa Eva mynda dúóið Sycamore Tree.

Deila á FacebookDeila á Twitter

Í desember síðastliðinn ákváðu Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva að gera seríu af lögum sem væru mjög “organic” og falleg. Reglan var að það mátti bara hafa söng og gítar og allt órafmagnað. Engin trikk eða trix eða önnur hljóðfæri. Bara stálheiðarleg lög þar sem melodíurnar fá að njóta sín. Það er í raun mjög djörf ákvörðun í nútíma tónlist að fara þá leið og var ekkert svindlað. Úr varð þröngskífa eða EP plata sem heitir Winter Songs með hljómsveitinni þeirra, Sycamore Tree.

„Okkur fannst svakalega spennandi að gera svona plötu núna þar sem síðasta verk okkar hin country skotna Western Sessions var stór hljóðheimur þar sem hlustandinn var tekin í ferðalag um villta vestrið eða íslensku sveitina. Fer eftir hvaða myndir birtast hverjum og einum. Stóra platan okkar sem kemur svo í haust sem við erum að vinna með Rick Nowels í Los Angeles er líka stór ævintýraheimur svo okkur langað að fara þessa einföldu leið á milli þessara verkefna og fara eins nálægt kjarnanum okkar og hægt er” segir Gunni Hilmars.

Það er enginn annar en snillingurinn Ómar Guðjónsson sem stjórnaði upptökum á nýju plötunni en hann útsetti einmitt fyrstu plötu sveitarinnar, Shelter. Fyrsta lagið sem kom út var Lagið Heart Melodies og fjallar það um að elta ekki orð annara eða láta þau hafa áhrif á sig og fylgja hjartanu og reyna að hreinsa hugann til að fá rétta sýn á lífið og sínar tilfinningar. Hlusta á söng hjartans þar sem sú tilfinning er yfirleitt sú rétta. Anda inn og út og njóta augnabliksins eins og við erum flest. Hjartað geymir og segir sögur.

Annað lagið sem kom út var Through The Dreams. „Eina nóttina sendi Ágústa Eva mér bréf. Í bréfinu var texti sem hún hafði skrifað. Í textanum voru línur sem mér fannst mjög fallegar. Ágústa Eva skrifar oft í myndum og orðin sem töluðu við mig í bréfinu voru „Like the sun, couldn’t hold it, like our tide, couldn’t catch It, and my world, your love dug a hole inside it” Ég ákvað að þegar að rétta lagið fyrir þessi orð myndi koma þá myndi ég nota þessar línur sem grunn að textanum” segir Gunni Hilmars.

Síðustu jól þá gaf konan mín mér nýjan nælonstrengja gítar. Á jóldag þá vaknaði ég, fékk mér kaffi og tók nýja gítarinn upp. Þegar ég spilaði á hann í fyrsta sinn þá kom þetta lag strax. Það var eins og það hafi beðið þarna úti einhvers staðar eftir þessum kaffibolla og þessum gítar. Ég notaði síðan jóladaginn til að klára lagið og bæta við textann sem Ágústa Eva hafði sent og seinni part jóladags var það tilbúið. Eftir jólinn þá fór ég til Ágústu Evu og spilaði fyrir hana lagið og hún elskaði það. Hún mundi samt ekkert eftir að hafa sent mér textann. Ég man heldur ekkert eftir hvernig ég samdi lagið. Það bara kom. Svona er þetta skrítið allt saman.

Síðasta lagið í seríunni er lagið One Day. Lagið er sennilega ávöxtur Leonard Cohen uppeldisins sem Gunni fékk sem barn og unglingur. Það er í senn dreymið, suðrænt og seiðandi. „Ég er sérstaklega ánægður með textann. Hann er í raun ástarljóð en byggður á söknuði og eftirsjá meira en blossandi ást. Tveir elskendur sem ekki ná saman eða geta ekki verið saman en eiga samt hvort annað af lífi og sál. Þau áttu tíma eða augnablik sem ekki kemur aftur. Útsetning Ómars á þessu lagi er afar hugrökk og mixið sem Arnar Guðjónsson gerir á laginu einni hugrakkt en hann mixar og hljóm jafnar öll lögin á plötunni.

Öll lögin eru samin af Gunna Hilmars og textarnir samdir af Ágústu Evu. Lilja Cardew teiknari og píanisti myndskreytti album á lögunum og á plötunni.

Sycamore Tree á Instagram

Tengdar Greinar

Angel on one shoulder and demon on the other
Music

Angel on one shoulder and demon on the other

Today, Scandinavian alternative folk artist Freyr returns with the single “Abandoned Places,” his first new music since 2021. A...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
 ‘Fuck It’ is an anthem to freedom
Music

 ‘Fuck It’ is an anthem to freedom

 ‘Fuck It’ first released in December 2019, is an anthem to freedom. The music video is an expression of...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
Their mother is the best musician in the world
Music

Their mother is the best musician in the world

Thelma Byrd recently released her album ,,2022’’ and the album is Thelma’s first solo album. The album is primarily...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
Message’s that affect your soul
Music

Message’s that affect your soul

,,Leiddu mig í ljósið'' meaning ,,Guide me to the light'' is a song just released by Baldur Einarsson. The...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
16. January, 2023
Næsta frétt
Kann hvorki að skammast sín né halda aftur af sér

Kann hvorki að skammast sín né halda aftur af sér

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist