Steinar Fjeldsted (Albumm.is og Quarashi) og Steinunn Camilla Stones (Nylon, The Charlies, Iceland Sync) leiða saman krafta sína í kvöld í tveggja og hálfs klukkutíma útvarpsþætti á Rás 2.
Þátturinn er sérstaklega tileinkaður tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves en með Steina og Steinunni í för verður útvarpsmaðurinn og snillingurinn Þorsteinn Hreggviðsson eða bara Þossi eins og hann er iðulega kallaður. Kafað verður djúpt í Iceland Airwaves hátíðina sem fagnar í ár tuttugu ára afmæli sínu en fyrsta hátíðin fór fram í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Steini, Steinunn og Þossi spila allskonar tónlist, og fara yfir dagskránna ásamt því að fá góða gesti í heimsókn.
Við lofum mjög skemmtilegum þætti sem verður stútfullur af góðri tónlist, fróðleik og allskonar bulli segir steini að lokum. Ekki missa af frábærum þætti á Rás 2 í kvöld, strax eftir fréttir kl 19:23.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér.