Steinar Fjeldsted hefur komið víða við í tónlistinni en hann er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Quarashi. Quarashi gekk gríðarlega vel og landaði sveitin meðal annars risa samning við Sony / Columbia í Bandaríkjunum. Þeir túruðu heiminn með nöfnum eins og Eminem, Guns And Roses, Cypress Hill og Pharrell Williams svo afar fátt sé nefnt.
Í dag á og rekur Steinar tónlistarmiðilinn Albumm.is, tónlistarskólann PÚLZ og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Albumm er í nánu samstarfi við Visir.is og í dag er Albumm einn stærsti miðill Íslands og er gríðarlega margt spennandi á döfinni.

Tónlistin er aldrei langt undan en Steinar hefur verið að DJ-a um árabil og um helgina, 19. og 20. mars mun Steinar Fjeldsted þeyta skífum á SPOT í Kópavogi og lofar miklu fjöri. Steinar byrjar að spila kl 19:00 og stendur fjörið til kl 23:00.
Fylgstu með SPOT á Instagram
Umræðan