Mánudaginn 20. júní, hefst þriðja listasmiðja sumarsins sem Menningarstofa Fjarðabyggðar stendur fyrir en Steinar Fjeldsted tónlistarmaður stýrir henni og fer hún fram í félagsheimilinu Valhöll, Eskifirði.
Í smiðjunni „Hip Hop / Rapp og framkoma” fer Steinar Fjeldsted ofan í saumana á þessum skemmtilega menningarkima og tekur krakkana í skemmtilega tónlistarkennslu í fjölbreyttri listasmiðju þar sem farið verður í rapp, dj-kennslu og taktagerð, auk þess sem krakkarnir bregða sér á hjólabretti. Námskeiðið fer fram í Valhöll og er í 5 daga og hefst klukkan 13:00 og lýkur deginum klukkan 16:00.
Steinar Fjeldsted er ritstjóri Albumm.is, skólastjóri og stofnandi Hjólabrettafélags Reykjavíkur, stofnandi tónlistarskólans Púlz en auk þess er hann einn stofnmeðlima hljómsveitarinnar Quarashi. Hann þekkir hip hop heiminn út og inn sem og íslenskt tónlistarlíf. Hann hefur mikla reynslu af námskeiðshaldi og er skeitari af lífi og sál.

Einnig mun Steini koma fram á nokkrum giggum þar sem hann þeytir skífum af sinni stakri snilld. Steinar kemur fram ásamt tónlistarmanninum Birni og má helst nefna tónleika með Birni á Tónaflugi í Egilsbúð. Birnir er bæði einn vinsælasti poppari landsins og uppáhalds rappari uppáhalds rapparans þíns. Hann gaf út fyrsta lagið sitt árið 2017 og hefur síðan þá haft mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf og menningu ungmenna.
Eins og fyrr hefur komið fram mun Dj. Steinar Fjeldsted aka Steini úr Quarashi hita mannskapinn upp með góðu hip hop djammi.
Húsið opnar kl. 21:00 og það er 18 ára aldurstakmark.
Miðasala er á Tix.is.
Umræðan