Leeni Laasfeld eða Possimiste eins og hún kallar sig er upprunalega frá Eistlandi en hefur búið á Íslandi í 8 ár. Hún var að senda frá sér fyrr í mánuðinum lagið Paradise sem verður á komandi plötu hennar Youniverse en lagið vann lagakeppnina Sykurmolann 2020 á x-977.
Leeni hefur verið að skapa tónlist í mörg ár og hefur ferðast mikið og spilað t.d. í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum en hefur aldrei komið fram á íslandi. Það mun breytast bráðlega eftir að hún vann Sykurmolann en eitt af verðlaununum er að fá að spila á flestum tónlistarhátíðum á íslandi.
Possimiste spilar ævintýrapopp og segist sækja innblástur sinn í umhverfið og náttúruna einnig hlustar hún mikið á Sigur Rós, Björk og Múm.
Fylgstu með Possimiste á Facebook og Instagram