Textar mixteipsins voru skrifaðir á þremur árum og fylgja unu scrham í gegnum rússíbanareiðina sem fylgir því að vera ungur og ástfanginn.
Mixteipið einkennist af mjúkum hljóðheim sem hentar bíltúrum um bjartar sumarnætur, rigningardögum og bleikum sólsetrum. En þetta er ekki allt drama, þar sem lögin crush og okay koma stemningunni í gang og ættu að fá hvern sem er til að standa upp og dansa, eða að minnsta kosti dilla sér í sætinu.

Lögin crush og okay endurspegla ferska og saklausa sýn á ástina, en clock og p.w.i.p.o. afhjúpa þroskandi nálgun unu á rómantík. Þráður einlægni liggur í gegnum teipið þar sem una skoðar landslag ástarinnar, liðnar sorgir og ný rómantísk tengsl á einlægan og berskjaldaðan hátt. Una schram vann plötuna í samstarfi við framleiðandann og lagahöfundinn Young Nazareth. Útkoman af þessu frábæra samstarfi, innlimun lifandi hljóðfæra og áhersla á raddstöflun gefur þetta verkefni ferskan blæ, á meðan áhrif klassísks R&B eru augljós eins og alltaf hjá unu.
Umræðan