Margar af skærustu stjörnum landsins leiða saman krafta sína í glænýju jólalagi sem kemur út 1. desember næstkomandi. Lagið heitir Jól eins og áður og er undir handleiðslu tónlistarmannsins Bomarz (Bjarki Ómarsson) og Grétu Salóme.
Sverrir Bergmann, KK, Birgir, Sigga Beinteins, Katrín Halldóra, Ragga Gröndal, Jón Gnarr, Dj Muscle Boy (Gillz) og Aron Mola koma öll fram í laginu og er óhætt að segja að hér sé sannkallaður hittari á ferðinni!
Bomarz útsetur lagið en hann er einn fremsti pródúser landsins og hefur svo sannarlega komið víða við á sínum ferli. Þessi blanda af fólki getur ekki klikkað og bíðum við spennt eftir að heyra lagið, enda jólahittarinn í ár.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Can´t Fake It sem Bomarz og American Idol stjarnan Chris Medina gáfu út fyrir stuttu: