September ásamt tónlistarmanninum Tómas Welding voru að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Goodbye.”
September skipa þeir Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson og er það á tæru að hér eru á ferðinni miklir hæfileikaboltar! Tómas Welding er hafnfirðingur og þrátt fyrir að vera á miklu flugi í tónlistinni hefur áhugi hans ávallt legið í kvikmyndagerð. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndagerð og allt sem viðkemur henni, sérstaklega þá kvikmyndatöku og leikstjórn – en tónlistaráhuginn hefur einni alltaf verið til staðar.
„Goodbye” er virkilega þétt og skemmtilegt lag sem á vel heima í eyrum landsmanna. Skelltu á play og njóttu lífsins, það fer að koma sól!
Umræðan