Arnar Logi er ungur vestfirðingur sem var að gefa frá sér nýtt lag sem ber heitið Golden Eyes. Lagið er annar singúll af komandi EP plötu sem mun vonandi líta dagsins ljós með vorinu.
Textinn er í stuttu máli ástarlag, samið til kærustu Arnars sem fjallar um “Hvað ef” pælingarnar og hvernig lífið getur í raun leitt mann hvert sem er, en á endanum leiðir það lagahöfund að stelpunni með gylltu augun (The girl with the golden eyes). Arnar stundar nám í Kaupmannahöfn ásamt því að fikta við að búa til tónlist í frítíma sínum.
„Þó svo aðal áherslan er auðvitað á náminu þessa dagana þá er, og hefur tónlistin alltaf verið á hliðarlínunni. Það eru alltaf einhverjar pælingar í gangi í hausnum tengt tónlistinni, og ég er alltaf að segja við sjálfan mig að ég þurfi að gefa mér meiri tíma í þetta því þetta er bara það sem mig langar að gera. Innst inni finnst mér bara vera tímaspursmál þangað til ég dembi mér einungis í að skapa tónlist og leggja þá hina hlutina frekar til hliðar” segir Arnar.
Arnar sækir mikinn innblástur frá írska tónlistarmanninum Dermot Kennedy þessa dagana ásamt því að taka litla hluti héðan og þaðan, allt frá Ólafi Arnalds til Childish Gambino.
Arnar Logi á Instagram og Facebook
Umræðan