Rapparinn og tónlistarmaðurinn Birgir Hákon gefur út lagið Húðinni í dag, föstudag, 2. apríl. Birgir Hákon hefur verið lykilmaður í íslensku hip-hop senunni síðustu ár.
Birgir Hákon vakti mikla athygli þegar hann kom fram á sjónarsviðið með sanna og hispurslausa textasmíði. Hann segir tónlist vera sín tjáning – þar hefur hann frelsi til að segja frá sinni eigin reynslu og fortíð.
Birgir segir að von sé á fleira efni frá honum og hann sé að vinna að plötu sem verður væntanleg á næstu mánuðum.