Tónlistarmaðurinn Birgir Hilmarsson, sem sló á sínum tíma í gegn með hljómsveit sinni Ampop, hefur svo sannarlega komið víða við á ferlinum.
Nýverið samdi hann alla tónlistina fyrir heimildarmyndina The Last Igloo, sem fjallar um veiðimann á Grænlandi og snjóhús (igloo) sem hann býr til. Í myndinni er sjónum beint að snjóhúsunum sem eru talin vera með elstu byggingar formum heims, en vegna hlýnandi veðurfars hefur ísinn á Grænlandi og snjóhúsin bráðnað hraðar en nokkru sinni fyrr.
Hægt er að nálgast tónlistina úr mynd inni á öllum helstu streymisveit um.