Ragna Isabel sendi fyrir skömmu frá sér lagið Vetrarkvōld en hún lýsir því sem litlu og hugljúfu ástarlagi.
„Ég samdi textann og mest megnið af laglínunni þegar ég var í gōngu með hundana um vetrarkvōld í snjónum og í samfélagi við minn Guð, en þá verður allt extra fallegt” – segir Ragna. Lagið er um konu sem lætur sig dreyma í náttúrunni um ást mannsins sem hún elskar og langar að lýsa upp leið hans.
„Það er pínu fyndið að ég hafi gefið þetta lag út núna þar sem ég var búin að panta stúdíótíma fyrir annað lag sem ég var búin að vera æfa og undirbúa ásamt kærastanum sem spilar vanalega á gítar og fl. í lōgunum mínum.”
Lag, texti og söngur er eftir Rögnu Isabelu, Bassi og gítar: Valur Þór Hjálmarsson, píanó og upptōkur: Stefán Ōrn Gunnlaugsson. Lagið var tekið upp í Stúdíó bambus en Þorkell Héðinn Haraldsson sá um að hanna “artwork.”