Út er komið lagið Ertu memm? með Ladda. Lagið er eftir Ladda og textinn eftir Braga Valdimar Skúlason. Guðmundur Kristinn Jónsson sá um upptökur, hljóðblöndun og masteringu í Hljóðrita.
Á afmælisdegi Ladda, 20. janúar kemur út safnplatan Það er aldeilis sem inniheldur vinsælustu lög Ladda. Forsala á plötunni er hafin í vefverslun Öldu Music. Platan kemur á á þremur vínylplötum og á tveimur geisladiskum. Hægt er að velja að fá plötuna áritaða af Ladda.
Forsala á Það er aldeilis
Umræðan