Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Bomarz, Bjarki Ómarsson, og söngkonan Alexandra, fullu nafni Alexandra Dögg Einarsdóttir, frá sér lagið Slip Away.
Bjarki sá Alexöndru í Instagram Story hjá tónlistarkonunni Þórunni Antoníu þar sem hún var að stýra karaókípartíi á Sæta svíninu. „Alexandra var að negla eitthvað rosalegt lag og ég spurði Þórunni hver þetta væri. Þannig varð þetta samstarf til,“ segir Bjarki. Bjarki hefur verið talsvert áberandi að undanförnu með lögum eins og Way I Go og Treat me Better svo fátt eitt sé nefnt.
Slip Away er fyrsta lagið sem Alexandra gefur út og segir Bjarki að meira efni sé væntanlegt frá þeim.