Older er fyrsta lagið sem Rurik (Rúrik Gíslason) gefur frá sér, fyrrum landsliðsmanni í fótbolta. Hér sameinar hann sína krafta með einum bjartasta pródúser landsins, Doctor Victor (Victor Guðmundsson) sem samdi meðal annars eitt vinsælasta lag sumarsins 2019, Sumargleðin.
Victor sem starfar sem læknir og hafa þeir vinirnir því báðir helgað stórum hluta ævi sinnar starfsgreinum sínum sem hefur haft í för með sér mikla vinnusemi og persónulegar fórnir. Lagið er einlægt og grípandi sem ber með sér hressandi boðskap.
Older snýst því um mikilvægi þess að hafa gaman og ná því besta úr lífinu. Skilaboðin eru að forðast væntingarnar, gera sitt besta og reyna að hafa gaman af þessu.