Dansk íslenska jazz tríóið The Pogo Problem sendi frá sér fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu í lok síðasta árs.
Lagið er rökrétt framhald af fyrstu plötu sveitarinnar sem kom út 2017 og reynir að sameina ólíka heima nútíma jazzins. Tríóið er leitt af gítarleikaranum Steinar Guðjónssyni (Coral, Skver, Zak and the Krakens) og hlaut m.a. tilnefningu ÍSTÓN árið 2017 fyrir tónsmíð ársins auk þess að vera í reglulegri spilun á P8jazz í Danmörku.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið og mælir Albumm klárleg með því.
Fylgstu mð The Pogo Problem á Facebook