ALBUMM
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Music

Ragnar Ólafsson gefur út tónlistina úr Vitjunum

Ritstjórn Albumm.is Eftir Ritstjórn Albumm.is
25. April, 2023
í Music
0 0
0
Ragnar Ólafsson gefur út tónlistina úr Vitjunum
Deila á FacebookDeila á Twitter

Tónlistarmaðurinn Ragnar Ólafsson er um þessar mundir að gefa út hljómlistina sem hann samdi fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vitjanir sem RÚV sýndi á síðasta ári. Tónlistin úr Vitjunum var tilnefnd til verðlauna í flokknum Tónlist Ársins á Eddunni 2023.

Tónlist Ragnars gegndi stóru hlutverki í Vitjunum. Áhorfendur upplifðu hljómlistina eins og sögumaður hvíslaði að þeim og drægi þá inn í frásögnina, auðveldaði þeim að fylgja söguþræðinum og hljómlistin gegndi stóru hlutverki við að undirstrika dramatík þáttanna er sögunni vatt fram.

Alls samdi Ragnar 80 mismunandi verk fyrir Vitjanir, sem hljóma í 230 mismunandi útsetningum í gegnum þáttaröðina. Sökum þess hversu tónlistin í Vitjunum er umfangsmikil, hefur Ragnar valið að gefa út tónlistina úr hverjum þætti fyrir sig. Þættir Vitjana voru átta, og hljómlist þáttanna í útgáfu Ragnars endurspeglar það. Tónlistin úr fyrsta þætti Vitjanna var gefin út á Páskadag, einu ári eftir frumsýningu RÚV á fyrsta þætti sjónvarps raðarinnar, og hljómlistin úr þáttum 2-8 verður gefin út með viku millibili yfir átta vikur frá Páskadag að telja. Tónlistina má nálgast á öllum helstu streymisveitum.

Ragnar Ólafsson gefur út tónlist sem hann semur fyrir kvikmyndir og sjónvarp undir listamannsnafninu Örlög, til að halda henni aðskilinni frá annarri tónlist sem Ragnar semur og gefur út. Hann starfar með nokkrum hljómsveitum, auk þess sem hann hefur gefið út nokkrar sólóplötur.

Það er margt á döfinni hjá Ragnari þessa dagana. Hann er að undirbúa útgáfu á áttundu breiðskífu Árstíða, auk þess sem hann er á leið í tónleikaferðalag um Pólland til að kynna lög af væntanlegri sólóplötu sinni.

Tengdar Greinar

Tímamótaverk í íslenskri danstónlistarsögu loksins á vínyl
Music

Tímamótaverk í íslenskri danstónlistarsögu loksins á vínyl

Árið 1992 kom út afar forvitnileg dansplata er bar nafnið Icerave. Um var að ræða geisladisk með tónlist tileinkaðri...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
31. May, 2023
Dularfullt og tungllægt
Music

Dularfullt og tungllægt

Tónlistarkonan Elín Halldórsdóttir tónlistarkona gaf út fyrir stuttu 5 laga rafræna skífu á 32 miðlum. Það er SoundCloud í...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
24. May, 2023
Ólafur Bjarki gefur út Góða Nótt
Music

Ólafur Bjarki gefur út Góða Nótt

„Góða nótt" er þriðja smáskífan sem tónlistarmaðurinn Ólafur Bjarki gefur út undir eigin nafni. Lagið er hluti af samnefndri breiðskífu...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
23. May, 2023
Í leit að hamingju
Music

Í leit að hamingju

Hljómsveitin Kisimja var að senda frá sér lagið Where Are You. Þetta er fyrsti stökull af plötu sem er...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
22. May, 2023
Næsta frétt
What are Diljá and Pálmi up to?

What are Diljá and Pálmi up to?

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist