The Unicorn Experience er EP-plata sem var búin til fyrir þá sem nota tónlist markvisst til að hafa áhrif á eigin líðan. Verkið er í kringum 20 mínútur að lengd og inniheldur fjögur lög sem saman mynda eina heild.
Það má segja að þessi tónlist flokkist handan eins ákveðins tónlistarstíls en sé undir áhrifum frá popp-, þjóðlaga- og tilraunatónlist. Röggu langar alltaf að kanna á hvaða nýju staði hægt er að fara í stað þess að endurtaka eitthvað sem hún hef gert áður. En þær tónlistarkonur sem hún var mest að hlusta við gerð plötunnar voru Ane Brun, Kate Bush og India Arie. Ásetningurinn var og er að tónlistin bæði gleðji og nærri hjörtu forvitinna hlustenda og lagi sig að þeim eins og kamelljón.

Platan er afrakstur náins samstarfs til margra ára milli Röggu og Guðmundar Péturssonar. Útsetningar, hljóðfæraleikur og upptökur voru í þeirra höndum, auk þess sem Guðmundur hljóðblandaði tónlistina. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Studios sá um masteringu. Helma Þorsteinsdóttir málaði og hannaði umslagsmyndina.
Umræðan