Tónlistarmaðurinn rafnar var að senda frá sér lifandi útgáfu með myndbandi af flutningu á tónverkinu Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda Kaldalóns. rafnar gaf út myndbandið í tilefni af 17.júní og með honum í flutningnum eru Rún Árnadóttir á Selló, Framfari á Píanó og Einar Bjarni Björnsson á Básúnu.
Elísa Þóreyjar-Rafnsdóttir sá um myndatöku og Colorwaves leikstýrði og framleiddi myndbandið sem tekið var upp í Safnahúsinu á Húsavík.
rafnar mun næst koma fram á tónlistarhátíðinni Frjó á Siglufirði sem fer fram í Alþýðuhúsinu dagana 3-5.júlí 2020.
Umræðan