Á dögunum sendu Ingvar Valgeirsson & Swizz frá sér nýtt lag, Taktu mig með.
Lagið samdi Ingvar eina andvökunóttina í sóttkví, pirraður og hundleiður á kóvidinu. Texti lagsins segir sögu af manni sem hittir geimveru og reynir að sníkja far með henni til fjarlægra sólkerfa á vit ævintýranna, burt frá leiðindunum á Jörðinni og reynir að múta geimverunni m.a. með bjór, nammi og geisladisk með Sálinni – svona eins og maður gerir.
Lagið var tekið upp í Stúdíó Bambus í Garðabæ og var það Stefán Örn Gunnlaugsson sem stýrði upptökum, lék á hljómborð, útsetti og hljóðblandaði. Keflvíska söngkonan Eva Björnsdóttir söng svo bakraddir. Masterins var svo í höndum Sigurdórs Guðmundssonar hjá Skonrokk Studios í Danmörku.
Umræðan