„Góða nótt” er þriðja smáskífan sem tónlistarmaðurinn Ólafur Bjarki gefur út undir eigin nafni. Lagið er hluti af samnefndri breiðskífu sem kemur út í haust.
Ellen Kristjánsdóttir ljáir laginu sína einstöku rödd, Baldvin Hlynsson annast útsetningu, Halldór Eldjárn trommar og Albert Finnbogason hljóðjafnar. Markús Bjarnason hannar plötuumslag.
Umræðan