Eins manns verkefnið The Lost Orchestra kynnti á dögunum sitt fyrsta efni af komandi plötu. Um er að ræða konsept-verk þar sem hlustandinn ferðast inn í hugarheim einstaklings. Þar ráða draumar ríkjum og upplifir hlustandinn óeirðir í bland við dýrð sem endar svo með ósköpum.
Hlustandinn upplifir sig í því ástandi að vera á milli svefns og vöku. Hann upplifir ferðalag sem einkennist af dýnamískum hljóðheim sem jafnast á við það að ganga blindandi í gegnum bíómynd.
Það fyrsta sem við fáum að heyra frá listamanninum er lagið „Electric Blueman”. Það lag er kennt við veru sem dreymandinn verður vitni af í ferðalagi sínu innan veggja hugans. Veran hverfur sporlaust og færir það dreymandann dýpra inn í sinn eiginn draumaheim og upplifanirnar verða raunverulegri með hverri mínútu sem líður.
Fylgstu með The Lost Orchestra á Instagram
Umræðan