Anton How hefur í fortíðinni spilað með Pönk rokksveitinni InZeros, sænska Klassík rokk bandinu Mother Mersy og glamrokksveitinni Diamond Thunder.
Ó guð vors hlands er þó fyrsta EP sólo plata hans, þar sem stefnan fer í átt að Electronic Rokki. Platan er nokkurs konar uppgjör seinustu ára í Reykjavík. Ferðamannaiðnaður er í hæstu hæðum, æðstu stjórnendur landsins birtast í Panama-skjölunum og fjölmargir Íslendingar hafa flust til Noregs vegna skulda í kjölfar hruns.
Mávum er breytt í lunda og menningin er dæmd óþörf í kommentakerfum. Þótt að textanir séu vissulega pólitískir, inniheldur verkefnið líka húmor og grípandi viðlög. Hægt er að hlíða á EP plötuna hér að neðan.