Tónlistarmaðurinn Bistro Boy var að senda frá sér nýtt myndband við lagið Warm winds en lagið er að finna á nýjustu plötu Bistro Boy, Drifting, sem kom út 10. mars síðastliðinn.
Hægt að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify, Apple Music og víðar. Þá er hægt að nálgast plötuna til niðurhals á Bandcamp. Bistro Boy er hliðarsjálf tónlistarmannsins Frosta Jónssonar en Drifting er 6 breiðskífan sem Bistro Boy sendir frá sér.