Hljómsveitin Sycamore Tree sem skipuð er Gunna Hilmars og Ágústu Evu voru að senda frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir Wild Wind og líkt og fyrri lög er það virkilega frábært.
Fyrir skömmu sendi sveitin frá sér lagið FIRE en það náði gríðarlegum vinsældum og var í fyrsta sæti á fjölmörgum vinsældarlistum landsins. Gunni og Ágústa Eva vinna nú hörðum höndum að sinni annari plötu sem á að koma út á þessu ári.
Myndband lagsins er glæsilegt en Björn Steinbekk á heiðurinn af því en að undanförnu hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir ljósmyndir sínar.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið, skellið á play og njótið: