Daníel Hjálmtýsson sendir nú frá sér lagið Colouring a Cloud en lagið fylgir eftir samnefndri þröngskífu Daníels frá nóvember í fyrra.
Lagið er myrkt og drungalegt rokk kryddað með elektróník og tilraunakenndri tónlist en lagið vann Daníel ásamt hljómsveit sinni þeim Hálfdáni Árnasyni, Skúla Gíslasyni og Garðari Borgþórssyni. Hljómsveitin sá þá um upptökur ásamt Bjarna Þór Jenssyni en það var bandaríski tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Alain Johannes sem sá um eftirvinnslu, hljómjöfnun og hljóðblöndun.
Von er á frekari útgáfu frá Daníel á árinu en hann vinnur nú í samstarfi með umboðsmanni sínum í Hollandi og bókunarskrifstofu í Belgíu að því að dreifa tónlistinni utan landsteinanna og róa á erlend mið þegar birta tekur til í heimsfaraldri. Myndband við lagið Colouring a Cloud er svo væntanlegt í júlí á þessu ári en hljómsveitin hugar að æfingabúðum og upptökum á ýmsu efni á Austfjörðum í júní n.t.t. í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði en Daníel hefur verið búsettur á Austfjörðum frá því í júní 2020.
danielhjalmtysson.com
twitter.com/dhjalmtysson
spotify.com/dhjalmtysson
instagram.com/dhjalmtysson
facebook.com/dhjalmtysson
Umræðan