Soffía Björg Sveinsdóttir og Hannes Valur Bryndísarson skipa hljómsveitina Winter Leaves. Tvíeykið var að senda frá sér lagið Rays ásamt textamyndbandi.
„Við höfum nóg að gera í þessu covid ástandi og nýtum tímann vel,“ segir Soffía glöð. Lagið var samið að vetri til í fyrra eftir endalausar vetrarlægðir og fjallar um söknuðinn til sólarinnar. Arnar Guðjónsson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun.
Eins og fyrr segir hafa þau nóg að gera þessa daganna en þau eru að vinna í nýjum lögum og tónlistarmyndböndum sem munu líta dagsins ljós á nýju ári.
Lagið er einnig komið á Spotify