Nýjasta lag September er komið út og nefnist það Don’t Let Me Go og er sungið af söngkonunni RAVEN. September og RAVEN hafa unnið saman áður, því árið 2017 kom út lagið Miracle.
RAVEN, sem réttu nafni heitir Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir (f. 1997) gaf út lagið Toxic í mars sem notið hefur töluverðra vinsælda. Eyþór Úlfar Þórisson og Andri Þór Jónsson skipa teymið September sem hefur í gegnum tíðina unnið með fjölmörgum listamönnum, meðal annars Steinari, Jóni Jónssyni, Tómasi Welding og Birgittu Haukdal.
Auk þess að mynda teymið September þá vinna þeir Eyþór og Andri einnig með öðrum listamönnum, bæði saman og í sitt hvoru lagi, meðal annars með Töru Mobee sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á síðasta ári.