Þann 31. janúar næstkomandi fagnar rokktríóið Númer Núll útkomu plötunnar Skítugur Snjór á Hard Rock Cafe.
Númer Núll var stofnað á Sauðárkrók af gítarleikara og söngvara sveitarinnar Gesti Guðnasyni. Lagið „Hér á allt að fá að flæða” af fyrri plötu sveitarinnar fór í fyrsta sæti útvarpsstöðvarinnar Xins 977 og er eitt af 100 mest spiluðu lögum stöðvarinnar. Önnur plata sveitarinnar Skítugur Sjór fékk nýlega 4.7 stjörnur af 5 mögulegum hjá vefmiðlinum Stacja Islandia.
Gestur Guðnason söngvari og gítarleikari Númer Núll er einnig þekktur fyrir störf sín með hljómsveitunumAtónal Blús og Stórsveit Nix Noltes.