Tónlistarmaðurinn Narmek var að senda frá sér plötuna Inform en það er Úkraínska plötuútgáfan Oxytech Records sem annast útgáfuna.
Hlynur Héðinsson eins og kappinn heitir réttu nafni uppgötvaði teknó tónlist um sautján ára aldur og byrjaði hann að semja eigið efni á tónlistarforritið Reason og svo Ableton Live 9. Árið 2017 sendi Narmek frá sér plötuna Multiplexed Consequences sem fékk góðar viðtökur. Tónlistinni má lýsa sem hörðu og dimmu teknói sem fær fólk til að dansa frá sér allt vit.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna og mælir Albumm klárlega með henni.
Platan á Beatport