Tónlistarhátíðin Melodica Reykjavík Festival verður haldin í tólfta sinn 30. ágúst – 1. september á Kex Hostel.
Fram koma erlend og íslensk tónlistaratriði í rólegri kantinum: Chaoskeeper (RU), Fräulein Hona (AT), Ian Fisher (US), Jack Burn (UK), Mark W. Georgson (SCO), Sam Alty (NZ), ThankYouPain (RU), The Hard Way Home (UK), Past Perfect (DK), Alexander Aron, Árný Margrét, Beggi Smári, Birkir Blær, Eggert Nielson, Fabúla, Flekar, Heather Ragnars, Inga Björk, Jelena Ciric, Jóhanna Elísa, Karl Hallgrímsson, Magnús Leifur, One Bad Day, Ragnar Ólafsson, Rebekka Sif, Silja Rós, Simon Valentine, Sveimhugar, Sveinn Guðmundsson, Tryggvi.
Aðgangur að hátíðinni er ókeypis en fjármögnuð með frjálsum framlögum frá gestum hátíðarinnar.
Melodica Festival er ört vaxandi alþjóðlegt tengslanet smárra sjálfstæðra tónlistarhátíða sem allar eiga það sameiginlegat að byggja upp og efla samfélag og samstarf erlends og innlends tónlistarfólks á hverjum stað. Ídag er hátíðin haldin í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Englandi, Noregi, Austurríki og víðar um heim.
Markmið Melodica Reykjavík er að styðja við grasrót ungra og upprennandi söngvaskálda sem koma fram samhliða þekktari listamönnum. Hátíðin er lítil og innileg og leitast hefur verið við að skapa heimilislegt andrúmsloft á tónleikakvöldum. Hátíðin er lítil og innileg og leitast hefur verið við að skapa heimilislegt andrúmsloft á tónleikakvöldum. Hátíðin er ekki rekin í hagnaðarskyni og gefa skipuleggjendur og tónlistarfólk alla vinnu sína.