KLARA ELIAS eða Klara Ósk Elíasdóttir gefur nú út sína aðra smáskífu sem ber nafnið „Champagne.” Fyrsta smáskífa hennar „Paralyzed” kom út í síðasta mánuði við frábærar undirtektir og eru bæði lögin af plötu Klöru sem kemur út 2021.
„Þetta er uppáhalds lagið mitt af plötunni. Lagið var samið tveimur dögum eftir erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum. Ég áttaði mig á því í miðju partý, með glas á lofti og tárin í augunum að skála við vini mína að þetta væri búið og ég væri loksins tilbúin til að hætta að pína mig í að reyna láta eitthvað ónýtt virka. Þetta er persónulegasta og einlægasta lag sem ég hef samið og er svo stolt og glöð að geta gefið það frá mér og lokað þessum kafla á þennan fallega hátt”- segir Klara.
CHAMPAGNE er ljúfsár ballaða sem skálar fyrir því að finna kjark til að ganga í burtu frá því sem er ekki rétt fyrir mann, jafnvel þegar það er f***ing sárt!” Lagið CHAMPAGNE samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David Dehiro Morup sem sá einnig um að útsetja lagið.
Umræðan