Tvær mannlegar raddir, Wurlitzer hljómborð og píanó núðlandi í næsta herbergi. Þetta var upplagið fyrir djazz standard plötuna More Than You Know eftir söngkonuna Silvu Thordardottur og söng-/hljómborðsleikarann Steingrím Teague sem kemur út með vormánuðunum.
„Markmiðið var að hljóma í senn kunnuglega og undarlega – eins og óljós minning um löngu glataða djassplötu.” – Silvia Thordardottir.
Silva Thordardottir hefur leikið með mörgum af þekktustu djasstónlistarmönnum Íslands. Fyrsta platan hennar Skylark kom út árið 2019. Steingrímur Teague hefur komið fram og hljóðritað með ótal íslenskum tónlistarmönnum þvert á flestar tónlistartegundir, bæði sem söngvari og hljómborðsleikari.
Umræðan