Rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir er á blússandi siglingu um þessar mundir en hún sendi nýlega frá sér bókina Herbergi í öðrum heimi.
Bókin hefur fengið vægast sagt glimrandi dóma og er fyrsta upplag bókarinnar uppselt. Ekki örvænta samt því annað upplag er á leiðinni og er því hægt að versla hana aftur innan skams. Um þessar mundir er María að vinna að sinni næstu bók ásamt því að skrifa litla pistlaröð fyrir Víðsjá á Rás1.
María massar Mánudagsplaylistann að þessu sinni og er hann ansi þéttur. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á listann og mælir Albumm með að skella á play og hækka í græjunum.
Fylgstu með Maríu Elísabet á Instagram